Ljós í undirgöngum sem þvera Hafnarfjarðarveg eru samstill ljósastaurum. Mjög dimmt getur verið í göngunum þar sem byrtuskilyrði eru ekki þau sömu og við ljósastaura. Við undirgöng í Hamraborg er t.d. annað fyrirkomulag á ljósastýringu, þar kviknar á ljósum fyrr, slíkri ljósastýringu þyrfti að koma fyrir í undirgöngunum. Við núverandi ástand eiga vegfarendur, bæði hjólandi og gangandi, erfitt með að sjá hvorn annan í því myrkri sem getur verið í göngunum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation