Gera Kjarna aftur kósý uppi hjá bókasafni. Bæta hljóðvist og gera kaffihúsastemmningu með borðum, bekkjum, sófum og leikhorni. Möguleiki á pop-up kaffihúsi, markaði, hitting foreldra í orlofi, námskeiði eða öðru sem glæðir lífi í staðinn. Hægt að gera ódýrt með fallegri samsetningu notaðra húsgagna í anda "Hæðin Síðumúla" veislusals. Einnig hentugt fyrir vettvangsferðir leikskóla og skóla sem vilja breyta um umhverfi og huggulegt fyrir söngstundir þeirra sem foreldrar mæta á.
Ég bjó í Reykjanesbæ þegar þeir settu þjónustuborð bæjarfélagsins niður á bókasafnið ásamt því að opna kaffihús. Þetta lífgaði mikið upp á bókasafnið og þarna myndaðist samkomustaður fólks.
Mjög sammála þessu. Það vantar samkomustað og kaffihús.
Vantar alveg svona samastað sem hægt er að hittast mikið af ungu barnafólki í fæðingarorlofi tilvalið til að kynnast fólki og fá sér kaffi.
Það gladdi mig innilega að heyra að hundar séu farnir að hlusta á lestur í bókasafninu. Mig langar auk þess að styðja innilega þessa frábæru hugmynd um kósý Kjarna að stinga upp á að í hundabænum Mosó væru hundar velkomnir með eiganda sínum- í það minnsta suma daga svo framarlega sem hundur og eigandi ráða við þær aðstæður. Hefur gengið stórvel í Hafnarfirði. Gaman að sækja sér bók á safnið, tylla sér með hund og kaffi, í öllum veðrum, í Kósý Kjarna. Sumar inni allt árið!
Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Til hamingju, þessi hugmynd er þar á meðal. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation