Gerum meira úr svæðinu við ævintýrakastalann. Setjum niður lítil trampólin og búum til litla hjóla/bílabraut fyrir börn sem eru að læra að hjóla. Svæðið er tilvalið í hjólaæfingar. Umferðarmerki gera upplifunina enn skemmtilegri. Aðgangur frá bílastæði og merkingar að svæði þurfa að vera mjög góðar og það verður að setja klósett á svæðið svo fjölskyldur geti dvalið þar lengur og treysti sér á svæðið hjólandi eða gangandi frá hverfum Mosfellsbæjar. Smá grillaðstaða væri punkturinn yfir i-ið.
Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Til hamingju, þessi hugmynd er þar á meðal. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
Mætti líka hafa þetta þannig að hreyfihamlaðir komist betur að þessu. Því miður ekki allir sem geta gengið svona langt
Með bættri aðstöðu verður svæðið nýtt betur og af fleirum. Hentar vel undir merkjum heilsueflandi bæjar, og fólk kemur lengra að en skilur bílinn eftir heima.
Ég styð þetta, það þarf að byggja áfram upp við ævintýrakastalann svo hann verði nýttur betur. Klósettaðstaða er mikilvæg því það er svolítið langt að fara, frábær hugmynd að búa til hjólabrautir og slíkt á svæðinu því yfirleitt koma fjölskyldur hjólandi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation