Merkingar á fjallstoppum eins og Grímannsfelli, Mosfelli og Bæjarfelli sem eru ómerkt. Mætti gera á hinum fellunum líka. Málmplata sem fest er í stein/klöpp á fjallstoppi sem inniheldur áletrun með nafn fjalls, hæð yfir sjávarmáli, áttavita, gps staðsetningu og merki Mosfellsbæjar (og OkkarMosó). Hjálpar göngufólki að komast á toppinn. Styður við Geolocating/Benchmark/Geohunting: https://slideplayer.com/slide/8912238/
Mætti líka gera á fleiri toppum eins og Úlfarsfelli, Lala, Reykjafelli, Æsustaðafjalli, Helgafelli, Borg ofl. Mætti gera við aðrar náttúruperlur.
Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Til hamingju, þessi hugmynd er þar á meðal. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation