Það er löngu kominn tími til að laga þennann minningarstein sem var reistur til að minnast örlætis Finna í kjölfar Vestmannaeyjagosins.
Steinninn stendur á milli tveggja skakkra fánastanga í Arnartanganum (þar sem Finnsku húsin standa), upplýsingaskjöldurinn er skakkur og skemmdur og ekki er mikið snyrt í kringum steininn á sumrin. Ég held það þyrfti að endurhanna alveg þennan minningarreit - og hvernig væri að hafa upplýsingaskjöldinn á bæði íslensku og finnsku og nefna komu Kekkonens um árið?
Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent sem ábending til þjónustustöðvar eða viðeigandi aðila til nánari skoðunar eða framkvæmda. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation