Stígurinn við Varmá frá Dælustöðinni upp með ánni er illa farinn og búinn að vera það lengi. Þetta er með fallegustu gönguleiðum í bænum og algjörlega í skjóli fyrir veðri og vindum. Varanleg viðgerð er þörf og hafa sérfróðir menn unnið að því hvernig á að fara að. Nú þarf bara að breyta þessu „er í vinnslu“ sem er búið að segja í mörg ár í því að framkvæma.
þettaer fyrir löngu tímabært
Þetta er verkefni sem er á vegum bæjarains og fellur ekki undir "gæluverkefni"
Stígurinn frá Dælustöðvarhúsinu og alveg austurúr er mjög illa farinn, þessi stígur er mikið notaður af íbúum sér til uppbyggingar og heilsubótar. Veit líka að íbúar á Reykjalundi nýta sér líka að ganga um þetta fallega og heilnæma svæði. Kveðja Anna K Ágústsdóttir
Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Þessi hugmynd var ekki valin að þessu sinni eða önnur sambærileg hugmynd valin. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation