Á stuttum kafla þar sem fræðsluskiltið er, á reiðstígnum nálægt húsunum í Kvíslartungu er þverhníptur klettur sem gæti reynst börnum hættulegur, og jafnvel hestum líka ef þeir fældust. Áin og umhverfið þar í kring er eftirsóknarvert leiksvæði fyrir stálpuð börn. Girðing á örstuttum kafla þar sem þverhnípt er getur varla verið kostnaðarsöm, en hún bægir hættunni frá.
Rökin fyrir girðingu á örstuttum kafla við fræðluskiltið, er stórfelld hætta, einkum fyrir börn, sem stafar af þverhníptum kletti.
Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent sem ábending til þjónustustöðvar eða viðeigandi aðila til nánari skoðunar eða framkvæmda. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation