Skautasvell á völdum stöðum í bænum. Hægt að sprauta vatni td. á malbikaða körfuboltavelli eða bílaplön sem eru ekki í mikilli notkun. Ef fjármagn gefst mætti skoða að setja upp lítið skautasvell þar sem auðvelt er fyrir krakka að koma að úr hverfunum í kring.
Það er hluti af auknum lífsgæðum að kunna á skauta. Mörg börn hafa ekki tækifæri á að fara nægilega oft í stóru skautahallirnar til að berða góð á skautum og ef þeim yrði auðveldað að komast á skauta þá gefum við þeim tækifæri að læra af reynslunni og geta notið þess að kunna á skauta. Það myndi einnig auka lýðheilsu bæjarbúa og samveru barna í útivist.
Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Þessi hugmynd var ekki valin að þessu sinni en önnur sambærileg hugmynd valin. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation