Göngubrú frá Eyrinni td að Torfnesi

Göngubrú frá Eyrinni td  að Torfnesi

Rammbyggð göngubrú á tréstaurum t.d. frá hótelinu að menntaskólanum. Brúin myndi stytta gönguleið skólabarna í og úr íþróttum og auðvitað alls göngu og hjólreiðafólks milli bæjarhluta. Hugsa mætti sér að hafa einhvern pall á leiðinni etv með sætum og jafnvel borðum til að setjast og njóta á góðviðrisdögum. Brúin myndi vera góður öldubrjótur fyrir Pollgötuna. Hugsa má sér að hafa opnanlegt hlið á brúnni fyrir smærri fleytur. Brúin yrði vel upplýst og með góðum handriðum.

Points

Góð hugmynd. Kannski getur hún samræmst hugmyndum um endurreista Bæjarbryggju og um landfyllingu framan við menntaskólann.

Leysir vanda vegna öldugangs á Pollgötu, auðveldar og styttir leiðir gangandi og hjólandi vegfarenda og myndi leiða til minni notkunar mengandi farartækja. Yrði til yndisauka fyrir mjög marga.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information