Afgirt svæði fyrir hunda og hundaeigendur

Afgirt svæði fyrir hunda og hundaeigendur

Það væri tilvalið að hafa afgirt svæði þar sem hundar geta verið lausir og leikið sér á meðan hundaeigendur spjalla saman. Hafa ruslafötu fyrir kúkapoka og bekk til að setjast niður.

Points

Margir hundaeigendur á Ísafirði. Hundar hafa svo gott af því að hitta aðra hunda. Að eiga hund er algjör icebreaker til að kynnast fólki á Ísafirði. Hundagarður getur verið góður samkomustaður.

Alveg sammála þessari tillögu. Nauðsynlegt að hafa afgirt svæði fyrir litlu vini okkar :)

Ég sé fyrir mér að það mætti nota austari hluta sjúkrahússtúnsins fyrir þetta. Það stendur ónotað nær allt árið en ég sem bý við túnið elska að sjá líf og fjör þar, t.d. þegar fólk er snemma morguns um helgar að leyfa hundunum sínum að leika sér þar. Það væri frábært ef fólk gæti gert það óhikað og innan ramma einhvers öruggs svæðis.

Ef það væri afgirt hundasvæði í bænum þar sem hundaeigendur geta leyft hundum að hittast og hlaupa lausum saman má ætla að hundamenning batni, hundarnir kynnast og læra að umgangast aðra hunda af meira öryggi. Svona svæði þarf ekki að vera ljótt og margir sem hafa búið erlendis hafa kynnt sér reglur á slíkum svæðum sem auðveldlega væri hægt að aðlaga að litlu hundasvæði á eyrinni.

Mér detta í hug nokkrir staðir: Við körfuboltavöllinn niðri á höfn Fyrir aftan skúrana í fjarðarstræti (væri kannski vesen á veturna vegna þess að þar er geymdur snjór) Á grasinu milli hafnarstrætis og sjúkrahússins fyrir ofan Eyri (þar er reyndar líka geymdur snjór á veturna) A einhverju afmörkuðu horni sjúkrahússtúnsins

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information