Hjólagarður

Hjólagarður

Malbikaður hjólagarður, fyrir börn og unglinga á hjólum, hlaupahjólum, hjólabrettum og línuskautum. https://vimeo.com/366712869 Frekari lýsing á verkefninu má finna hér. https://drive.google.com/file/d/14I6CPx-Bp-yjDkQ2ICkq9oyuGvejnk5t/view?usp=sharing Staðsetning ekki svo heilög, en hjólreiðadeildin hefur óskað eftir afnot af lóð við Grænagarð. Uppsetning á pump track miðast við að malbikunarvél verði í bænum.næst verður hún hér sumarið 2022.

Points

…það væri geggjað! 😀

Frábær viðbót við þá afþreyingu sem við höfum🙂

Mér finnst þetta frábær hugmynd en mér finnst Grænagarðsstaðsetningin frábært. Spurning hvort það sé hægt að koma þessu inn í aðalskipulagsvinnuna

Hjólabrautir geta verið mikilvægur liður í því að efla hjólafærni íbúa og stuðla að aukinni hlutdeild hjólreiða í ferðum innan bæjarins. Hjólagarður fjölgar afþreygingamöguleikum bæjarbúa og þá sérstaklega barna. Hjólagarður gerir bæinn að enn áhugaverðari áfangastað fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Hjólagarður tengir saman þá miklu uppbyggingu sem hefur verið á fjalla hjólaleiðum í bænum. https://www.trailforks.com/trails/map/?nearby=1

Þetta væri frábært fyrir krakkana og líka okkur hin sem eru börn í hjarta

Það segir sig sjálft, þetta verður að gerast! Leik/æfingasvæði fyrir börn og fullorðna, dregur að ferðamenn og eykur hreyfingu og útivist.

Mjög flott verkefni og metnaðfullt, eykur hjólafærni hjá ungum sem fullorðnum og stuðlar að aukinni útiveru

Bærinn er farinn að skapa sér sérstöðu sem hjólabær og duglega fólkið í hjólafélaginu búið að græja fullt af hjólaleiðum bókstaflega með höndunum. Flott ef bærinn tæki þátt í þessari geggjuðu uppbyggingu og setti pening í hjólagarðinn.

Frábær hugmynd og metnaðarfullt verkefni. Mæli með alla leið😀

Bara kostir, aðdráttarafl, fjölbreyttni í afþreygingu fyrir krakka og fullorðna

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information