Klifurveggur í íþróttahúsinu við Torfnes

Klifurveggur í íþróttahúsinu við Torfnes

Mikil gróska er í klifuríþróttinni á Íslandi en t.d. er ný risinn klifurveggur í Mývatnssveit og hefur strax vakið mikla lukku. Klifurveggurinn sem er í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar, er of lítill og löngu kominn til ára sinna. Með því að hafa klifurvegg inni í íþróttahúsinu við Torfnes, t.d. á fjólubláa veggnum, yrði styrkum stoðum rennt undir útvistar-, klifur- og íþróttastarf bæjarins ásamt því að auðga flóru afþreyingar á svæðinu.

Points

Meira um klifurvegginn á Mývatni: https://www.facebook.com/groups/3983377205082526 Sameining klifurveggja og íþróttahúsa þekkist víða erlendis þar sem lofthæðin og aðstaða fyrir iðkendur er yfirleitt góð. Klifurveggurinn myndi einnig nýtast björgunarsveitunum á Norðanverðum Vestfjörðum sem æfingaaðstaða t.d. fyrir björgunarkerfi í fjallabjörgun, óháð árstíma og veðurfari.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information