Í endurskoðuðu aðalskipulagi verði sérstaklega hugað að ljósvistarmálum, þ.e. að dregið verði úr ljósmengun eins og kostur er.
Við rýrnun myrkurgæða fer almenningur á mis við að njóta fegurðar næturhiminsins auk þess sem íbúar geta orðið fyrir truflun á heimilum sínum vegna götu- og útilýsingar. Útilýsing er alla jafna óþarflega sterk, kveikt á götuljósum of lengi, þau staðsett ranglega og óskermuð sem dregur verulega úr myrkurgæðum. Þá setur samræmd götu- og útilýsing fallegan svip á bæinn. Áætlun varðandi ljósvist auðveldar ákvörðunartöku í innkaupum og skipulagi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation