Ég legg til að opnunartími Álftaneslaugar verði lengdur og verði sá sami og í Ásgarðslaug. Þ.e. Opið frá kl. 6:30 til 22 á virkum dögum og frá kl. 8 til 18 um helgar.
Mætti einnig skoða að opna laugina kl 6 á virkum dögum svo hægt sé að ná törn í ræktinni áður en maður þarf að undirbúa börnin f skólann osfrv, munar nefnilega miklu um þessar 30 mínútur
Gott að komast fyrr í sund um helgar. Betri nýting á deginum
Afhverju ekki að hafa sundlaugar bæjarins með sama opnunartíma? Eins og staðan er núna er opið í 1 klst lengur á kvöldin og opnar 1 klst fyrr um helgar í Ásgarðslaug miðað Álftaneslaug. Íþróttahús Álftaness er opið til lengur en 21 á virkum dögum og starfsfólkið þarf því hvort sem er að vinna áfram eftir lokunartíma laugarinnar.
Ef opnunartími breytist úr kl.6:30 í 6:00 þá mun ég klárlega geta nýtt mér þá þjónustu. Eins og staðan er núna þá nær maður ekki nógu langri æfingu, pottinum/saunu og sturtu áður en undirbúningur dagsins hefst (koma krökkum í skóla).
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation