Ég mæli með því að farið verði í endurnýjun leiktækja og endurskipulagningu á skólalóðinni við Höfðaberg. Þau leiktæki sem fyrir eru núna eru mörg hver hættuleg og sérstaklega stóri klifurkastalinn.
Leiktækin eru hættuleg og eru á mörkunum að henta yngsta aldurshópnum sem hefur skólalóðina til afnota. Það hafa orðið slys þegar krakkar detta úr stóra kastalanum og kennarar óttast um börnin þegar þau eru að klifra í kastalanum.
Er mjög fylgjandi umbótum þarna, stóri klifurkastalinn er samt ekki hátt á mínum lista yfir umbætur, en alveg sammála því að hann hennti 5 ára deildinni illa. Það sem þarf að bæta er bara lóðin í heild. Tók nokkrar myndir af henni um daginn, veit að leikvellir koma mis vel eftir veturinn en þetta má örugglega bæta. http://imgur.com/a/ZY5KG
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation