Skíðabraut með toglyftu og lýsingu eins og er í Breiðholti, Jafnarsel og Dalhús fyrir krakka sem gætu farið á eigin vegum innanbæjar á bretti eða skíði.
Þar sem við erum heilsueflandi samfélag aukum við möguleika á útiveru og hreyfingu þar sem allir hafa ekki möguleika á því að fara í Skálafell eða bláfjöll.
Frábær viðbót fyrir yngri krakka sem eru ekki örugg að far aí Skálafell td:)
Þetta væri frábær viðbót við okkar góða samfélag! Það væri gaman að geta labbað með krílið í snjóþotu yfir í brekku í næsta nágreni :) Lágafellið ofan við Krikahverfi gæti verið tilvalinn staður sem dæmi.
Það hefur oft gleymst að margir mánuðir er vetur hér. Það væri nú gaman að varveita eða skipuleggja brekkur í bænum þar sem hægt væri að renna sér . Og ekki væri verra að hafa einhverstaðar smá toglyftu eða skautasvell.
Gott að geta byrjað fyrstu skíðaferðina í umhverfi sem börnin/fullorðnir þekkja og líður vel í.
Hef alltaf séð fyrir mér brekkuna á bak við Varmárskóla/gagnfræðaskólann. Mætti líka færa smá líf í Reykjabyggðina, stórfín svæði nálægt Hafravatni. Annars er nóg til af brekkum í Mosfellsbæ. Það var töluverð skíðamenning hér þegar ég var að alast upp - skíðað á virkum dögum í öllum smábrekkum sem fundust og svo farið í Skálafell um helgar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation