Útivistarsvæði við hafravatn

Útivistarsvæði við hafravatn

Mér hefur fundist svæðið í kringum hafravatn mjög fallegt, og hentugt í allskonar útivist. Hef hugsað með mér í nokkur ár að þarna þyrfti að vera einhverskonar uppbygging, til dæmis göngustíg í kringum vatnið.

Points

Heilsueflandi samfélag :)

Góð hugmynd! Hafravatn er vannýtt útivistarperla. Skautar, stangveiði, kayak ofl. vatnaíþróttir. Það vantar betri stíg göngu/hjóla kringum vatnið og tengistíg fyrir hjól og gangandi vegfærendur við Mosfellsbæ 😊

Sammála. En eitthvað strandar þetta á því að sumarhúsaeigendur sunnan við vatnið vilja ekki fá fjölda manns inn um sínar lóðir. Eitt finnst mér hins vegar slæmt: Að svonefndir vatnasportsmenn á vélknúnum bátum þeysa þarna um með hávaða og læti.Það þarf að setja reglur um þetta.

Sammála. Fyrsta málið að mínu mati er að koma upp salernis aðstöðu. Á góðviðris dögum er ótrúlega margt um mannin þarna og það sést vel á klósettpappírs skreitingunum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information