Innanbæjar strætó

Innanbæjar strætó

Bærinn okkar er þvi miður skutl bær. Mörg börn bu2a i hverfum þar sem engar strætó samgöngur eru. Innanbæjar strætó myndi þjóna skólabíla akstri. Keyra börn úr ÖLLUM hverfum i tómstundir og íþróttir. Þessar samgöngur myndu líka nýtast öllum íbúum bæjarins. Þetta er einföld og ódýr leið til að gera bæinn okkar umhverfisvænni.

Points

Minnka skutl foreldra Gera börnum í ÖLLUM HVERFUM auðvelt að komast i frístundir

Þetta myndi létta flestum foreldrum skutlið um bæinn. frístundarrútan er of stutt á daginn og geta börnin ekki tekið rútu heim eftir æfingu. styð þessa tillögu

Ég styð algjörlega betri samgöngur með strætó, hvort sem það er með innanbæjarstrætó eða öflugra samstarfi við strætó. Það er alveg með ólíkindum að það sé enginn strætó sem fer í eða nálægt Helgafellshverfinu né í Leirvogstunguna. Sérstök þörf er á að mínu mati að auka ferðir á háannatíma þ.e. á morgnanna og svo eftir skóla hjá krökkunum og fram að kvöldmat.

Sammála þessari hugmynd. Slikur akstur myndi auka öryggi allra barna um leið og akstur bíla með eitt og eitt barn myndi minnka til muna. Börn yrðu örugg á milli svæða í bænum með slíkum akstri.

Öll hverfin í Moso eiga að vera tengd almenningssamgöngum, helst á 15 mín fresti á álagstímunum. Innanbæjarstrætó er auðvitað það sem koma skal og auk þess hraðvagn niður í bæ sem fer engar krókaleiðir. Skólabílar ætti að verða óþarfa.

Enginn strætó gengur í hverfið mitt helgafellshverfið

styðja við sjálfstæði barna í Mosfellsdal og þeirra sem vilja heimsækja græna náttúru og vini og bjóða upp á strætisvagn á 60, jafnvel 30 mín fresti eftir skólatíma. Þessi börn geta þá etv komist heim og aftur í tómstundir að sjálfsdáðun

Held að þessi hugmynd henti líka þeim sem nota almenningssamgöngur til og frá vinnu. Ég bý í álafosskvos og þarf að labba í 8-10 min upp að næstu stoppustöð.

Væri flott að bjóða Dalbúum líka að vera með með að koma á fastar ferðir svo börn geti lært að vera sjálfstæð.

Samgöngur bæjarins eru til skammar. Þar sem ég vinn í Hafnarfirði er ég nánast tilneyddur til að reka bifreið. Með því að hafa sérstakan innabæjar strætó væri hægt að straumlínulaga strætó milli bæjarfélaga. Strætó verður kannski ekkert endilega hentugur fyrir mig á næstunni, en hvert smáa skref er skref í rétta átt! 🌳

Þetta mundi spara mínu heimili 56 stk. skutlferðir í tómstundir á mánuði fyrir utan allar hinar ferðirnar sem maður gæti frekar nýtt sér strætó 😉

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information