Mikilvægur göngustígur meðfram Dælustöðinni á Reykjum, upp á Engjaveg, er meira og minna ófær allan veturinn vegna svells og hálku. Gangandi fólk paufast meðfram stígnum og reynir að sleppa við svellið. Ég vil biðla til starfsmanna Mosfellsbæjar að ryðja þennan stíg reglulega yfir veturinn, sanda hann og salta, því þarna er mikil umferð gangandi fólks.
Bætt öryggi göngufólks
Sammála þörf fyrir að halda gönguleiðinni frá Dælustöð að Engjavegi opinni allt árið. Hún hefur reyndar verið rudd í vetur og stráð sandi, en þarna væri frábært að hafa hitalögn til að draga úr þörf fyrir að moka, salta og sanda. Og þá væri líka hægt að setja hlið, til að bæta öryggi barna og annarra gangandi vegfarenda með því að loka á akstur ökutækja um göngustíginn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation