Koma fyrir "æfingabraut" á göngustígum. Þarf ekki að vera flókið að koma fyrir "stoppistöðvum" þar sem hægt er að gera mismunandi æfingar á gönguleið - t.d. 5 -10 km hringur með nokkrum mismunandi stöðvum. Dæmi um stoppistöðvar: Pallar fyrir uppstig eða upphopp. Slár í mismunandi hæðum fyrir armbeygjur (lágar, mið, háar fyrir mism erfiðleikastig), upptog (hærri). Hnébeygjur, framstig, afturstig, hliðar... (skilti sem minnir á æfingar). o.s.frv.
Eykur fjölbreytni í göngu/hlaupatúrnum og styrkir líkama og sál í leiðinni.
Þetta er góð hugmynd en ekki á réttum stað. Þessi frábæra strandlengja á að vera fyrst og fremst griðarstaður fyrir náttúruskoðun og hvíld.
Væri flott að gera með Parkour þar líka. Sameina þetta með. https://okkar-moso.betraisland.is/post/9381
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation