Mosfellsbær státar af stikuðum gönguleiðum og metnaðarfullu korti yfir gönguleiðir í Mosfellsbæ. Það hefur sýnt sig að þetta hefur haft mjög hvetjandi áhrif á bæjarbúa og aðra. Mörgum finnst enn þá skemmtilegra að fara út að ganga ef þeir hafa verkefni og á það sérstaklega við um börnin. Með því að bjóða upp á ratleik - jafnvel nýjan á hverju ári - væri hægt að virkja enn þá fleiri til útivistar. Það eru ýmsar fyrirmyndir s.s. ratleikur Hafnarfjarðar og ratleikur í Heiðmörk.
Eykur fjölbreytini í tengslum við útivist í okkar frábæra bæjarfélagi.
Ókeypis og skemmtileg útivist fyrir börnin í heilsubænum, frábær hugmynd finnst mér!
Snjöll hugmynd. Þau eru með mjö stóran og flottan ratleik í Hafnarfirði og hafa verið í mörg ár Þar kaka ungir og gamlir þátt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation