Á gatnamótum Þverholts og Álfatanga er undarleg eyða í malbiki sem truflar ferð bæði gangandi og hjólandi vegfarenda. Við undirgöng undir Vesturlandsveg á móts við Skálatún (Hlíðartúnsmegin) má sjá mjög smekklega útfærslu á svipuðum stígamótum.
Með því að hafa gangstéttina samfellda er auðveldara fyrir fólk að komast um án þess að þurfa að leggja lykkju á leið sína.
Undir myndir hér fyrir ofan má sjá miklu betri útfærslu á svona stígamótum.
Þessi drullueyja þjónar engum tilgangi. Þó að ég er ekki fylgjandi malbik í gríð og erg þá mætti setja smá klessu þarna á.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation