Víða sér maður að gangandi vegfarendur velja stystu leið og beinustu leið. Þeir fylgja ekki gangstígum sem liggja t.d. hornrétt á rökrétta leið. Það er hollt fyrir þá sem skipuleggja að prófa að ganga um bæjarlandið.
Ég ætla að bæta við þetta að 90°beygjur eru afleitt fyrir hjólandi fólk.
Það má víða sjá hvernig gangandi vegfarendur móta slóða í gegnum bæjarlandið og fylgja ekki beinum hornréttum steyptum göngustígum. Best er að láta göngustíga endurspegla rökrétta ferðaleið. Á meðfylgjandi mynd má sjá slóða sem hefur myndast að gangbraut á gatnamótum Langatanga og Bogatanga.
Fleiri myndir undir "myndir". Sýna hvar ættu að vera stígar. Þetta eru á litlu svæði í kringum Brekkutanga.
Mæli með að allir kynni sér hvað Desire Path eru. Mætti algjörlega nýta þessa aðferð út um allt. * https://en.wikipedia.org/wiki/Desire_path * https://www.youtube.com/watch?v=P9B8PmUR64U * https://www.reddit.com/r/DesirePath/
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation