Stemma þarf stigu við útbreiðslu skógarkerfils, lúpínu og risahvannar í bænum og eyða með skipulögðum hætti áður en heilu svæðin hverfa í illgresi. Kerfillinn er orðinn stórt vandamál þar sem útbreiðsla hans hefur verið mjög hröð á undanförnum árum. Kallað er eftir átaki og aðgerðaáætlun um skipulagða eyðingu þar sem sláttur á litlum blettum er dropi í hafið og vandamálið margfaldast með hverju árinu sem líður. http://agengar.land.is/images/pdf/alaskalupina_skogarkerfill_baeklingur.pdf
Samkvæmt skýrslu Landgræðslu ríkisins frá 2015 þekur lúpína 6% lands í Mosfellsbæ og er komin til að vera en dreifing skógarkerfilsins er enn staðbundin. Ef ekkert er gert mun kerfillinn dreifa sér um allt. Óþekkt er hvernig kerfilssvæðum reiðir af í framtíðinni en mögulega mun kerfilinn ríkja um ókomna tíð. Náttúrufræðistofnun hvetur til aðgerða. http://www.mosfellsbaer.is/library/Skrar/.pdf-skjol/Umhverfismal/utgefid-efni/Utbreidsla_alaskalupinu_skogarkerfils_Mosfellsb%C3%A6_2015_undrit2.pdf
Verðum að taka þetta föstum tökum strax í sumar,
Það skiptir verulegu málið að illgresi nái ekki að útrýma okkar litríka og fjölbreytta plöntusamfélagi, íslensku flórunni. Lati Geiri hefði ekki lagst á lækjarbakka ef þar hefði verið skógarkerfill, hvað þá lúpína eða bjarnarkló. :)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation