Hér vantar ruslafötur - bærinn er kjaftfullur af plastdrasli - alls kyns umbúðadóti. Ábyrgðin er bæjarins og ekki síst þeirra sem selja einnota umbúða. Gæti verið býsna snjallt að fá söluaðila til að leggja til tunnur og sinna þeim - “ Sponsora” pakkann - “Tunnan er í boði Bónus "
Rökin eru einföld : Hreinn bær.
Er farin að tína rusl upp svona í leiðinni og maður þarf að ganga með það langa leið í ruslatunnu. Ætti að vera auðvelt að fjölga ruslatunnum. Legg til að samfélagsþjónn sé fenginn til þess að sinna ruslahreinsun í bænum.
plast er að kæfa landið, dýrin og menninna með!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation